Fés í fjöldanum – Myndlistasýning
Pálína Guðmundsdóttir opnar sýninguna Fés í fjöldanum, laugardaginn 17. júlí kl. 14-17 í Deiglunni. Sýningin stendur einnig á sunnudaginn 18. júlí 14-17.
Pálína nam myndlist í Hollandi og hefur verið búsett og starfandi myndlistarmaður á Akureyri síðan 1991. Hún hefur síðustu 30 árin unnið með portrettmyndir ásamt abstrakt myndum sem byggja á litaflæði og áferð. Á þessari sýningu setur hún saman yngri og eldri andlitsmyndir.
Þetta er hennar fyrsta einkasýning í Deiglunni en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum þar. Hluti verkanna er frá því hún dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins í maí mánuði. Pálína er með einkasýningu á sumarsýningum Safnasafnsins 2021.
Tjáning og tilfinningar í félagslegu samhengi tjáð í gegnum liti og áferð í mismunandi efni er uppistaðan í andlitsmyndum Pálína.