Opinn félagafundur 20. september
Gilfélagið 30 ára
1991 -2021
Margar hendur vinna létt verk
Til félagsmanna.
Opið og frjálst menningarfélag
Á næsta ári 2021 verður Gilfélagið 30 ára, það var stofnað 30. nóvember 1991.
Í því tilefni hefur stjórnin hugsað sér að halda veglega upp á afmælið með listviðburðum og að hefjast handa við að skrá sögu Gilfélagsins. Í dag eru skráðir 180 félagsmenn.
Í þessu sambandi viljum við leita til félagsmanna um að taka þátt, með stjórninni að gera þessi tímamót eftirtektarverð. Að þeir sem hafa áhuga og tök á leggji hönd á plógin með okkur. Gilfélagið hefur unnið mikilvæga sjálfboðavinnu sem hefur gagnast ekki einungis lista- og menningarsamfélaginu hér heldur öllu menningar- og listalífi landsins alls.
Helstu verkefni Gilfélagsins hafa verið rekstur Deiglunnar og Gestavinnustofunnar, að nú eins og ávallt stuðla að auknu samstarfi við og milli einstaklinga hér á landi og erlendra. Í gegnum árin hafa rúmlega 300 erlendir gestalistamenn dvalið í gestavinnustofunni og langflestir haldið sýningar í Deiglunni í lok dvalar. Menningar og félagslegir viðburðir af fjölbreyttum toga hafa verið í Deiglunni í um 27 ár.
Til þess að sem flestir geti mótað og komið að undirbúningsvinnunni viljum við kalla félagsmenn til fundar í Deiglunni 21. september kl. 20:00.
Umræðuefnið gæti verið:
- Afmælisárið. Hvernig getum við minnst tímamótanna.
- Gilfélagið sem opið lista- og menningarfélag grasrótarinnar.Gegnir félag eins og Gilfélagið mikilvægu hlutverki fyrir menninguna, listirnar og samfélagið.
- Samningar við Akureyrarbæ.
- Að velja afmælisnefnd.