Sammálun – Tilraunakvöld
Deiglan miðvikudagskvöldið 8. júlí kl. 19:30
Þriðja Tilraunastofan – Málað saman á stóran flöt.
Málað verður með priki (framlengingu á pensilinn) á stórar pappírsarkir (allt upp í 1,5 X 4 m), sem liggja flatar á gólfinu. Þetta er tilraunaaðferð sem gefur góða fjarlægð frá málverkinu sjálfu. Hún er mikil áskorun sem ýtir fólki út fyrir þægindarammann í málun. Gefur nýja sýn á málverkið, losar um höft og leyfir málverkinu að þróast og leita nýrra fjölbreyttra leiða. Þessi áskorun, samvinnuverkefni þar sem þátttakendur vinna sameiginleg verk og njóta þar þekkingar hvers annars á jafnréttisgrundvelli. Það verður akrýl litur á staðnum og einhverjir penslar og léttar veitingar.
Þátttaka er öllum frjáls og er ókeypis inn. Öllum er frjálst að taka með sín eigin áhöld og liti.
Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar