Íslandslögin og dansarnir með
Okkar gamla góða menning – söngur, þjóðdansar og íslenskir búningar
Það er fátt fallegra en íslenski þjóðbúningurinn okkar, okkar gamla menning, okkar gamla tónlist. Vorvindar glaðir, Hafið bláa, Heiðlóukvæði og svo mörg önnur falleg íslensk lög munu hljóma í Deiglunni þann 28.júlí kl 17:00 þar sem Jónína Björt mun syngja við meðleik Ármanns Einarssonar. Ekki nóg með að söngurinn hljómi að þá ætlar Dansfélagið Vefarinn að dansa við tónlistina, þjóðdansana okkar. Dansfélagið og Jónína munu skarta þjóðbúningunum okkar og segja okkur frá sögunni á bakvið lögin, höfundana, búningana og svo margt fleira.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
HVENÆR þriðjudagur, júlí 28
KLUKKAN17:00
HVAR Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
NÁNARI UPPLÝSINGAR Aðgangseyrir 2.500 kr. (ATH enginn posi á staðnum)