Deiglan er frí til leigu fyrir félagsmenn!
Á stjórnarfundi 25. september var ákveðið að fella niður gjöld á leigu á Deiglunni fyrir félagsmenn, fram að næsta aðalfundi í lok maí 2020.
Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn. Deiglan (og Listagilið) er okkar allra og þetta er tilraun til þess að efla grasrótina á svæðinu sem hefur að undanförnu verið þrengt að. Deiglan er staður til að sýna afrakstur listrænnar vinnu en einnig til tilrauna, nýrra tenginga og samheldni bæjarbúa og aðkomandi.
Skilyrði:
* Félagsmaður þarf að hafa greitt félagsgjöld á árinu. Allir eru velkomnir að gerast félagar, hvenær sem er, árgjald er 2.500 kr. fyrir starfsárið 2019/20.
* Miðað er við menningarviðburði án aðgangseyri, annars er tekið gjald af 10% af tekjum ef einhverjar eru, upp að 30.000 kr. t.d. tónleikum, gjörningum, námskeiðumog sölusýningum. Einnig getum við boðið upp á aðstöðu til æfinga og fundi/samkomur sem efla menningu.
* Salnum skal vera skilað í sama ásigkomulagi og hann var við móttöku. Það á við húsgögn, ástand veggja og ef ljós eru færð.
* Í kynningu á viðburðum skal koma fram logo Gilfélagsins og/eða tekið fram að Gilfélagið sé samstarfsaðili.
* Einkahóf og viðburðir fyrirtækja skulu áfram greiða gjald skv. gjaldskrá á listagil.is.
* Bókanir skulu fara fram hjá gilfelag@listagil.is – Lausar dagsetningar má sjá á heimasíðu Gilfélagsins: http://listagil.is/?page_id=962
* Ef þú hefur áhuga á að styrkja Gilfélagið til góðra verka eru frjáls framlög alltaf velkomin. Reikningsnr. 566-26-4223 kt. 420392-2499 athugasemd Styrkur.
Um tilraun er að ræða sem verður endurmetin í kjölfar aðalfundar í lok maí 2020. Við hlökkum til að vinna með ykkur.
-Stjórnin