Lifandi vatnið – Listasmiðja
Fjallað er um undirstöðuatriði í vatnlitun, val á litum, penslum og pappír. Rætt um ólíkar aðferðir og leiðbeint skref fyrir skref um málun á landslagi eftir ljósmynd. Allur efniviður er innifalinn í þátttökugjaldinu. Leiðbeinandi námskeiðsins er Ragnar Hólm Ragnarsson en hann hefur málað vatnslitamyndir af mikilli ástríðu í um áratug og sótt námskeið bæði hérlendis og erlendis.
Aldur: 16-65+
14. júlí Kl. 20-23 / Deiglan – Listagilið
Þátttökugjald: 4.000 kr. / Hámarksfjöldi 8
Skráning: info@ragnarholm.com
Skoðaðu fleiri spennandi listasmiðjur á www.listasumar.is
*Listasmiðjan hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.