Myndbandsvörpun – Tilraunastofa í listum
Önnur tilraunastofan sumar 2020, er
Myndbandstilraunastofa.
Deiglan miðvikudaginn 24. júní kl. 19:30
Gerðar verðar tilraunir með framsetningu mynbandsverka, áhrif skoðuð og hugmyndir viðraðar. Notaðir verða skjávarpar og ýmsir ljósgjafar í eigu félaganna og listamanna ásamt ýmsum hlutum og flötum. Hreyfimyndir eru unnar inn í rýmið og speglar, gler og ýmislegt annað nýtt til að grípa myndir og varpa í umhverfið. Skoðuð verða klippiforrit og þeir möguleikar sem þau gefa. Þátttakendur eru hvattir til að koma með hver þau tæki sem nýst gætu við sköpun hreyfimynda og vörpunar.
Þáttaka er ókeypis.
Verkefnið er samvinnuverkefni Myndlistafélagsins og Gilfélagsins og er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.