Tískusvapp
Hver Íslendingur hendir að meðaltali 15 kg af textíl á ári og voru um 3.000 tonn af textíl send frá Íslandi í endurvinnslu árið 2018. Til að leggja okkar af marki við að draga úr slíkri sóun verður haldið Tískusvapp hjá Gilfélaginu í Deiglunni laugardaginn 13. júlí.
Taktu með þér vandaðar flíkur sem þú þarft að losna við og vilt sjá öðlast nýtt líf. Þú getur síðan valið þér nýja flík og þannig fengið tilbreytingu í fataskápinn á umhverfisvænni máta. Minnst má mæta með tvær flíkur og mest með tuttugu. Allar flíkur þurfa að vera heillegar og vel með farnar, þ.e. ekki gamlir íþróttatoppar eða rifnir hlýrabolir. Ef þú ert með flíkur sem þú vilt losna við en vilt gjarnan reyna að selja verður horn til staðar fyrir verðlagðar flíkur. Plötusnúðurin Vélarnar mun síðan sjá um að halda uppi rífandi stemmingu á meðan skiptin eiga sér stað.
*Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg. ATHUGIÐ: Einungis þeir sem skrá sig á viðburðinn geta tekið þátt í skiptunum.
*Skráning á viðburðinn hér: https://docs.google.com/forms/d/1mUbs6guRGugssDT7b28Lkx2svZK47Yj0SO5DiUSgjMg/edit?fbclid=IwAR2pp0fRIsbg4gFTfJP2ZU2pXN8xkMlhv3oPjE1RN-ANfMupXk94dTl8mNw
*Mæting með flíkurnar í Deigluna kl 16:00 og skiptin byrja síðan kl 18:00. Hægt er að fá sér sæti á þau fjölmörgu kaffihús eða veitingastaði sem eru í miðbænum á meðan starfsfólk fataskiptamarkaðsins sér um að koma fötunum upp. Minnum á að taka fjölnota pokann með!
*Sunnudaginn 14. júlí milli kl 12:00 – 16:00 er öllum velkomið að koma á pop up markað með þeim fötum sem eftir verða og finna nýjar gersemar til að lífga upp á fataskápinn.
*Viðburðurinn er partur af viku á Listasumri sem tileinkuð er vitundarvakningu á einnota tísku og textíliðnaðinum.
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið