Fatasóunarfræðsla
Hvaða áhrif hefur einnota tíska og textíliðnaðurinn á umhverfið? 👗👔
Hvað getum við gert til að sporna gegn fatasóun, minnkað urðun og kaup á ónauðsynlegum flíkum? 🌎
Til að hefja viku á Listasumri sem tileinkuð er vitundarvakningu á einnota tísku og textíliðnaðinum mun fara fram fræðslukvöld hjá Gilfélaginu í Deiglunni þriðjudaginn 9. júlí. kl. 20:00
Júlía Björnsdóttir sem er nýútskrifuð úr listrænni stjórnun frá háskóla í Flórens þar sem hún gerði lokaverkefni sitt um sjálfæra tísku, Anna Guðný og Svava Daða frá Litlu saumastofunni og listakonan Jonna munu ræða fatasóun og svara spurningum sem brenna á fólki í léttu spjalli. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakana mun stýra umræðum.
*Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!
*Viðburðurinn er partur af viku á Listasumri sem tileinkuð er vitundarvakningu á einnota tísku og textíliðnaðinum.
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið