Den Besjälade Naturen – Myndlistarsýning
Verið öll hjartanlega velkomin á opnun Den Besjälade Naturen laugardaginn 1. september kl. 14 í Deiglunni, Listagili. Den Besjälade Naturen er samsýning tíu sænskra listamanna, sýningin er boð Gilfélagsins til þessara listamanna og með því vill félagið leggja sitt að mörkum til fjölbreyttrar myndlistarflóru Akureyrar.
Forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynidsdóttir mun opna sýninguna kl. 14 á laugardaginn. Sýningin mun standa til sunnudagsins 9. september og verður opin alla daga milli kl. 14 – 17.
Listamennirnir sem sýna:
Anna Eilert, keramik
AnnMargret Johansson Petterson, keramik
Chatarina Warme, grafik
Christina Lindblom, grafik
Gunn Haglund, skúlptúr
Hilde Gläserud, málverk.
Linn Warme, textíll.
Patric Danielsson, skúlptúr.
Ulf Rehnholm, ljósmyndir.
Tanja Rothmaier, málverk.
AnnMargret Johansson Pettersen listamaður búsett i Eskilstuna leiddi saman listamenn sem starfa í Svíþjóð og vinna á breiðu sviði myndlistar, málverk, grafík, ljósmynd, textíl, keramik og höggmynd. Þema þeirra er eining náttúrunnar og er einskonar hylling til Íslands, þar sem listamennirnir, með mismunandi hætti og fjölbreyttum aðferðum sameinast um það stef. Áhrif okkar, segja listamennirnir, eru af náttúrunni og viljum við standa vörð um móður jörð. Við erum öll af sömu jörð. Viljinn er, að miðla með einum eða öðrum hætti því að náttúran er öll ein eining.