50 kassar & rassar í kassa
Jóhanna Bára Þórisdóttir verður 50 ára þann 22. júlí og ætlar að því tilefni að opna poppaða myndlistarsýningu í Deiglunni og mun Eyþór Ingi Gunnlaugsson mæta með kassa-gítarinn.
Jóhanna er þekkt fyrir verk sín sem hún kallar „Rassar í sveit“ sem hún hefur sýnt víða. Að þessu sinni gerir hún tilraun til að brjótast út úr því formi en í nokkrum myndum má þó sjá rassa í sveit frekjast með inn á myndirnar.
Jóhanna stundaði hönnunarnám í Santa Monica College í USA 1986-1989 og hefur að auki sótt fjölda myndlistanámskeiða. Hún stundaði einnig nám í Listfræðslunni á Akureyri sem hún lauk 2016. Hún er einnig menntaður viðskiptafræðingur og starfar hjá launadeild Akureyrarbæjar.
Hún er einlægur aðdáandi Eyþórs Inga Gunnlaugssonar og er formaður aðdáendaklúbbsins Heilagur Eyþór sem er starfræktur á vinnustað hennar í Ráðhúsinu. Því ákvað hún að fá snillingin Eyþór Inga til að koma og poppa upp opnunina og mun hann troða upp um kl. 14.30
Staðsetning: Deiglan (Gilfélagið, Listagil)
Ég er hluti af Listasumri!
#listasumar