Sýning Angelu Wright, „Fryst“
Verið velkomin á opnun myndlistarsýningarinnar Fryst eftir Angelu Wright í Deiglunni, Akureyri á laugardaginn 25. júní kl 14:00 – 17:00. Léttar veitingar í boði.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 14:00 – 17:00 og verður listamannaspjall opið öllum kl. 15:00 í sýningarrýminu.
///
Um sýninguna:
Ég vinn með innsetningar bundnar við ákveðin rými og arkitektúr.
Á fyrsta degi dvalar minnar í gestavinnustofunni komst ég að því að ég kemst inn í Deigluna frá vinnustofunni minni. Það var skrítið og spennandi að fara í gegnum þessa stífu og þungu hurð, eins og Lísa í Undralandi! Ég kom inn í rými sem beindi mér beint niður brattar og stórar viðartröppur. Ég fann strax fyrir tengingu við þrepin og hef verið að vinna að hugmyndum að innsetningu fyrir þetta rými síðan.
Undirbúningsvinnan kallar á margar skissur og tilraunir – sumar þróaðri en aðrar, sum heilsteypt verk í sjálfu sér – þangað til ég kemst á þann stað að vita hvert ég er að fara í fullri vissu.
‘Fryst’ er unnin með því að umbreyta miklu magni af hlífðarplasti í form sem endurspegla ljósið og hreyfingu og kyrrðina í ákveðnum hlutum sem ég hef laðast að í íslensku landslagi.
Um listamanninn:
Angela Wright er fædd í Bretlandi 1948 og útskrifaðist úr Camberwell School of Art, London með BA Joint Honours í fagurlist og keramik árið 1995. Hún sýnir mjög reglulega í Bretlandi, aðallega í London og nýlega í Sydney, Shanghai og Seoul.
Hún býr og vinnur í suðaustur London og vinnur einnig sem sjálfstætt starfandi kennari í National Portrait Gallery og Museum of London. Þetta er fyrsta sýningin hennar á Íslandi.
Angela Wright – 06-2016
www.angelawright.co.uk
angelawright.aw9@gmail.com (Iceland contact – until 30th June)
angelawright@artinst.entadsl.com (London contact)