Mapping and archiving – Annegret Hauffe
Annegret Hauffe
Mapping and archiving
28.5 – 29.5 kl. 14 – 17
Deiglan, Akureyri
Verið hjartanlega velkomin á sýningu Annegret Hauffe í Deiglunni um helgina.
Kortlagning og söfnun
„Á göngu um bæinn, hingað og þangað, fram og til baka, mun ég safna sporum mínum og vinna myndrænar slóðir á pappír. Á gönguferðum mínum gæti ég stundum fundið smáhluti sem vekja áhuga minn eða spurningar. Þeir verða líka geymdir.
Meginþemun í myndlist eru spor, merki, áletrun og strúktúr, rithönd og skrautskrift og einnig ævisögulegar slóðir. Þessi spor manna, vélar og leyndardómar, endurmótun, endur- og afbygging, einkenna verkin. Tækni og efni breytast, en yfirleitt fylgir klippimynd.“
Annegret Hauffe er gestalistamaður Gilfélagsins í maímánuði. Hún býr í Berlín, Þýskalandi og starfar sem myndlistamaður og fyrirlesari.