Módelteikning – Tilraunastofa í listum
Deiglan miðvikudaginn 10. júní kl. 19:30
„Tilraunastofa í listum“ er samstarfsverkefni Myndlistafélagsins og Gilfélagsins. Hugsað til þess að auðga myndsköpun og samfélag listáhugafólks.
Tilraunastofurnar verða haldnar annaðhvert miðvikudagskvöld í sumar og við byrjum á módelteikningu. Maskínu pappír og viðarkol verða á staðnum. Annars er þáttakendum frjálst að taka með sínar eigin teiknigræjur, pappír og áhöld. Léttar veitingar verða á staðnum. Aðgangur er öllum opinn og það er ókeypis inn. Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar.