Daniel Kyong
Daniel Kyong er gestalistamaður Gilfélagsins í ágústmánuði. Hún er myndlistamaður sem vinnur skúlptúra og innsetningar. Hún er fædd í Seoul í Kóreu og hefur síðan 2006 haldið fjölda einkasýninga og verið valin og tekið þátt í gestalistastofum um allan heim, þar á meðal Sviss, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni og Kína.
Útgangspunktur verka hennar er áhugi hennar á því sem gæti ekki orðið. Því sem er trúað að sé ekki til en gæti verið til. Hún vinnur með skemmtileg efni sem börn leika sér með, svo sem polymer leir, leikföng og blöðrur og fjallar um þyngri viðfangsefni svo sem líf og dauða, sársauka og þrár, merkingu og gildi í ævintýralegu sniði.
Í heimi þar sem fólk hleypur áfram til að ná því sem það þráir, stendur blaðran sem myndlíking fyrir þessi dýrmætu gildi sem maður getur áttað sig á en að lokum missir það allt loftið. Rétt eins og Litla hafmeyjan breytist að lokum í loftbólur og hverfur, leitast hún við að efast um og rannsaka hverjar eru orsakir þess að svo mörg dýrmæt gildi breytist í aðeins loftbólur.
Sú staðreynd að hún kýs að lýsa þyngd þessara alvarlegu umræðuefna á svo léttan hátt endurpseglar kannski þá staðreynd að heimurinn er að breytast í allt að því yfirborðskenndan stað. Í heimi þar sem fólk sækist eftir ánægju sem virðist töff og smart á meðan það brýtur siðferðisreglur án nokkurar samvisku, þar sem fólk leitar annarar lausnar í “skýjaheiminum” í stað þess að upplifa raunverulega gleði og hamingju samverunnar gæti listin orðið svarið í þessum ruddalega veruleika.
Ímyndaðar verurnar settar inn í rými fléttast saman í sögur um líf hennar og þetta skapar tíma og rúm sem er frábrugðið þessum veruleika. Í þessu skapaða rými opinberar hún líf sitt eins og hún væri að segja frá ævintýri. Tilvist ímynduðu veranna hennar afhjúpar ekki aðeins sannleikann um þætti veruleikans heldur á sama tíma gefur til kynna einhverskonar kjörheim.
Daniel mun sýna afrakstur dvalar sinnar helgina 24. – 25. ágúst í Deiglunni.
Daniel Kyong is the artist in residence for the month of August.
My name is Daniel Kyong and I‘m an installation and sculpture artist. I was born in Seoul, Korea. Since my first solo exhibition in 2006, I have been having solo exhibition every year. I have been selected and participated at numerous artist residencies around the world, such as Swiss, the US, Germany, Spain and China.
My works are initiated by my interest on the existences that do not exist. The existences which are believed not to exist but also could as well possibly exist. Working with whimsical and playful materials that kids play with, such as polymer clay, toys or balloons, I talk about stories that evolve around somewhat heavy subjects, such as life and death, pain and desire, meanings and values in fairytale like format.
In a world where people run forward to achieve what they desire, balloon stands as a metaphor for those precious values that one can grasp but eventually it loses all its air inside. Just as the Little Mermaid eventually turns into air bubbles and disappears, I strive to question and research what are the causes for so many precious values turning into mere air bubbles.
The fact that I choose to express the weight of these serious topics in such lightly manner is perhaps perceived to mirror the fact that the world is turning into an ever so superficial place but it actually is advocate the still remaining precious values to my audience. In a world where people seek for trendy and fashionable pleasure while breaking the moral rules without conscience, where people seek the alternative solution in “The Floating World” instead of experiencing the real joy and happiness of togetherness and sharing, the art might have become the answer for this obscene reality.
The imaginary creatures in a space interweave into stories about my life and this creates a paralleled time and space that differs from this reality. In this created space, I reveal my life through as if I were telling a fairytale. The existence of my imaginary creatures not only reveals the truth about aspects of the reality but also it suggests a form of an ideal world at the same time.
Daniel will exhibit the products of her stay in Deiglan August 24. – 25th.