Þetta er tilvalið tækifæri – Ljóðaboð
Þetta er tilvalið tækifæri. Tilvalið tækifæri sem að ekki er á hverju strái. */ English Below
Þann 24. júlí halda Sóknarskáld ljóðaboð, og það ekkert venjulegt ljóðaboð. Sóknarskáld koma upp hárréttu andrúmslofi fyrir alla þá sem þrá að verða fyrir andagift í amstri dagsins og jafnframt alla þá sem vilja stíga á stokk með eigin skáldskap. Sviðið og míkrófónninn verða opin í 4 tíma, skáld og gestir geta komið og farið, rétt rekið inn nefið eða setið sem fastast frá byrjun. Þetta eru kjöraðstæður, hversdagslegt og kaffihúsastemming, svið með opna arma. Tilvalið fyrir fjölskyldur jafnt sem pönkara.
Alveg hreint tilvalið í alla staði.
Stjörnurnar standa líka rétt fyrir þá sem ekki búa hér í bæ Davíðs Stefánssonar. Ljóðakvöldið verður sent út í beinni útsendingu á netinu og geta jafnvel skáld annars staðar, í öðrum sóknum, víddum, sveitarfélögum og sýslum sent Sóknarskáldum ljóð sem þurfa að komast útí kosmósið og verða þau ljóð lesin upp út í gegnum kvöldið.
Þetta er tilvalið tækifæri. Tilvalið tækifæri til að láta andann koma yfir sig.
Þetta er akkúrat fyrir þig.
/* „This is just the right moment“ Poetry reading -> Open mic and all languages very welcome!
Sóknarskáld Poetry company invites you to a very special evening in Deiglan art gallery.
This will be the perfect opportunity for everyone to allow their poems to fly out into the fresh arctic Akureyri air or simply feel inspired and enjoy light refreshments in a friendly and creative environment. The mic will be open from 20:00-00:00.
If you cannot make it to Deiglan on Tuesday night it is also possible to send us your writing and we will help you bring it out to the world. This event will be livestreamed on Facebook.