Deiglan

Deiglan er fjölnota rými, tilvalið fyrir ýmsa menningarviðburði.
Ef þið hafið áhuga á að leigja sal Deiglunnar, sendið fyrirspurn á gilfelag@listagil.is – Hægt er að sjá lausar dagsetningar undir Viðburðir og opnunartímar.

Vegna ásóknar er alla jafna ekki hægt að bóka lengri tímasetningar en 2 helgar yfir sumartímann (júní – ágúst).

Gjaldskrá er hugsuð fyrir menningarviðburði án aðgangseyris. Hafið samband við gilfelag@listagil.is fyrir aðra starfsemi og lengri tíma leigu.

Aðeins er leiga á sal innifalið, aðili sér um opnun, auglýsingar og tiltekt. Salnum skal vera skilað í sama ásigkomulagi og hann var við móttöku. Það á við húsgögn, ástand veggja og ef ljós eru færð.

Tímabil Félagsmenn* Menningarviðburðir án aðgangseyris Aðrir
1 dagur – helgi 6.000 15.000 35.000
1 dagur – virkur 6.000 10.000 25.000
Helgi – fös til sun 12.000 25.000 50.000
Tvær helgar** 18.000 35.000 70.000
Vika – mán til sun 18.000 50.000 80.000

*Vilji viðkomandi hafa opið á milli virka daga er það í boði en salurinn gæti verið nýttur í aðra starfsemi, t.d. fundi.

** Félagsmaður þarf að hafa greitt félagsgjöld á árinu. Allir eru velkomnir að gerast félagar, hvenær sem er, árgjald er 3.500 kr. fyrir starfsárið 2020/21. Miðað er við menningarviðburði án aðgangseyri, annars er tekið gjald af 10% af tekjum, upp að 30.000 kr. t.d. tónleikum, gjörningum og sölusýningum. Einnig getum við boðið upp á aðstöðu til æfinga og fundi/samkomur sem efla menningu.  Í kynningu á viðburðum skal koma fram logo Gilfélagsins og/eða tekið fram að Gilfélagið sé samstarfsaðili.