Gilfélagið

Gilfélagið  var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Starfsemi Gilfélagsins er styrkt af Akureyrarbæ og hefur það umsjón með  Deiglunni og gestavinnustofu. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn.

Félagar í Gilfélaginu eru u.þ.b hundrað og fimmtíu talsins.
Allir eru velkomnir að gerast félagar. Gilfélagar styðja okkur við að halda fjölbreytta menningarviðburði allt árið um kring. Ásamt stuðnings við menningarstarfsemi þá fá Gilfélagar afslátt á leigu á Deiglunni ásamt öðrum viðburðum s.s. mörkuðum og þessháttar. Gilfélagar fá einnig ókeypis aðgang inn á Listasafnið á Akureyri. Árgjald er 3.500 kr. fyrir starfsárið 2022/23.

Til að gerast félagi er best að senda tölvupóst á gilfelag@listagil.is með nafni og kennitölu.

Stjórn Gilfélagsins starfsárið 2022/23 :

Aðalsteinn Þórsson, formaður

Arna Guðný Valsdóttir, ritari

Ásta Hrönn Harðardóttir, gjaldkeri

Ingibjörg Stefánsdóttir, meðstjórnandi

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, meðstjórnandi

Karólína Baldvinsdóttir, varamaður

Fríða Karlsdóttir, varamaður

Kristján Loftur Jónsson, varamaður

Skoðunarmenn reikninga eru Kristján Helgason og Þóra Karlsdóttir.

Úthlutunarnefnd Gestavinnustofu:

Fríða Karlsdóttir

Ólafur Sveinsson

Sóley Björk Stefánsdóttir