Gestavinnustofa Gilfélagsins

Opið er fyrir umsóknir fyrir ágúst 2020. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar
Einnig er opið fyrir umsóknir fyrir tímabilin janúar – apríl 2021 og október – desember 2021. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er hér neðar á síðunni.

Rými fyrir listræna vinnu, rannsóknir, ný kynni og sýningar.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er í Listagilinu á Akureyri og hefur verið síðan 1992. Markmið okkar er að örva sköpunargáfu með samskiptum við nærumhverfið, listamenn og menningarstofnanir og leitumst við að efla samskipti á milli þátttakenda og samfélagsins.

Vinnustofan er staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Listagilinu þar sem eru vinnustofur listamanna, sjálfstætt rekin sýningarrými og Listasafnið á Akureyri ásamt veitingastöðum og börum.

Dvalartími er einn til tveir mánuðir fyrir myndlistarmenn hvaðanæva úr heiminum, tímabilið hefst fyrsta hvers mánaðar.

Við bjóðum myndlistarmönnum að búa á vinnustofunni. Um er að ræða staka íbúð með eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi með eins og hálfbreiðu rúmi og vinnustofu með interneti, tveimur vinnuborðum, hillum og svefnsófa. Innangegnt er í Deigluna, viðburðarrýmið okkar. Við tökum á móti einum listamanni eða pari í einu.

Verðskrá 2021:
Mánaðardvöl er 650 EUR fyrir einn og 1000 EUR fyrir tvo. Staðfestingargjald er 100 EUR.

Innifalið er:
65 m2 fullbúin íbúð og vinnustofa í miðbæ Akureyrar
Hiti og rafmagn
Internet
Grunnbúnaður er til á vinnustofunni og trönur. Hver listamaður kemur með sinn eigin efnivið.
Þvottavél og þurrkari, rúmföt og handklæði
Lokaviðburður í Deiglunni, fréttatilkynningar og umfjöllun

Væntingar til listamannsins:
Ætlast er til að listamaður bjóði upp á viðburð, sýningu í Deiglunni og/eða fyrirlestur. Alla jafna er síðasta helgi mánaðarins tekin frá fyrir gestalistamanninn.

Umsóknarferlið:
Athugið að eftirfarandi upplýsingar eiga aðeins við um umsóknir fyrir 2021, fyrir upplýsingar varðandi sumarið 2020 skoðið fyrrnefnda fréttatilkynningu.

Opið er fyrir umsóknir fyrir árið 2021, um er að ræða mánaðardvalir á tímabilunum janúar – apríl og október – desember 2021. Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2020.

 Vinsamlegast fyllið út umsóknarblaðið HÉR og sendið tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum til studio.akureyri@gmail.com

Í einu .pdf skjali:

  • Fullt nafn og þá mánuði sem sótt er um
  • Lýsing á verkefninu (mest 250 orð)
  • Myndefni (Mest 12 myndir)
  • Ferilskrá/CV

Valferlið:
Úthlutunarnefnd fer yfir umsóknirnar og verða umsækjendur látnir vita innan fjögurra vikna frá umsóknarfrest. Gestalistamenn sem verða valdir hafa viku til þess að samþykkja boðið og aðra viku til þess að greiða staðfestingagjald, 100 EUR (f. Árið 2021) og full greiðsla þarf að berast þremur mánuðum fyrir upphaf dvalar.

Myndir: Ath. að það er kominn nýr svefnsófi síðan þessar myndir voru teknar.