Sigríður Snjólaug
Sigga Snjólaug is the artist in residence for the month of July. She will exhibit the products of her stay in Deiglan July 25th – 26th.
Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir graduated from The Icelandic College of Art and Craft (Now Iceland University of the Arts) in 1986, School of Multimedia in Reykjavík in 2001 and Arts Education from IUA (LHÍ) in 2004. She has worked as a graphic designer since graduation.
Sigga Snjólaug has worked for advertising and printing agencies for example Þórhildur’s Advertising Agency, White and Black Printing Company as well as Íslenska útvarpsfélagið/Norðurljós: 365 Broadcasting Company, where she managed all the company’s websites, tv, radio, subscription – and websites for varios TV-programs and played a part in the development of web management system, and designed the first subscription website for Íslenska útvarpsfélagið/Norðurljós: 365 Broadcasting Company in 2001.
Sigga Snjólaug has been involved in designing a variety of projects, including designs for packaging, logos, books and book covers, advertisements and websites. Companies she has worked for include: Harpa Paint Company, BM Vallá, Mjólkurbú flóamanna, Papco, Margt smátt og Mjólkursamlag KS.
She worked as a teacher at the Technical College – school of the industry, for 15 years where she taught design, visual art, multimedia, animation, web design and drawing, both on a computer and traditionally.
Sigga Snjólaug has also taught individual courses at Technical College – school of the industry, and as well at Promennt education company.
Sigga Snjólaug has always had interest in arts, theater and maskmaking and among other things, she worked for the Theatre Company in Sauðárkrókur 1997, where she designed and made costumes and masks for the children’s play Trítill by Hilmir Jóhannesson and Hulda Jónsdóttir and props for Hafið bláa (The Blue Sea) by Kikka and Þorvaldur Bjarni. She also designed a poster for Dalur hinna blindu (The Valley of the Blind) by the theater group Þíbilja.
The residency in Akureyri is an important step in the development process ahead for Sigga Snjólaug and the stay will be used to work on an illustration on a book and on an exhibition in 2021.
Sigga Snjólaug er gestalistamaður Gilfélagsins í júlí. Hún mun sýna afrakstur dvalar sinnar helgina 25. – 26. Júlí í Deiglunni.
Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir útskrifaðist frá MHÍ (nú LHÍ) 1986, frá Margmiðlunarskólanum 2001 og kennaranámi frá LHÍ 2004.
Hún hefur starfað sem grafískur hönnuður síðan hún útskrifaðist.
Sigríður Snjólaug starfaði m.a. hjá Auglýsingastofu Þórhildar, Prentsmiðjunni Hvítt og svart og Íslenska útvarpsfélaginu/Norðurljós/365, en þar sá hún um allar vefsíður fyrirtækisins, sjónvarp-, úvarps-, áskrifta-, og þáttavefi og tók þátt í uppbyggingu vefumsýslukerfis fyrirtækisins auk þess sem hún útbjó fyrsta áskriftarvefinn fyrir Íslenska útvarpsfélagið/Norðurljós/365 árið 2001.
Sigríður Snjólaug hefur komið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum m.a. hönnun fjölda umbúða, vörumerkja, bóka og bókakápa, auglýsinga og vefsíðna en meðal stærri fyrirtækja sem hún hefur unnið fyrir má nefna Hörpu hf, BM Vallá, Mjólkurbú flóamanna, Papco, Margt smátt og Mjólkursamlag KS.
Hún starfaði sem framhaldsskólakennari hjá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, í 15 ár
en þar kenndi hún hönnunar-, sjónlista-, margmiðlunar- og myndvinnsluáfanga, hreyfimyndagerð, vefsíðugerð og teikningu bæði í tölvu og á borði.
Sigríður Snjólaug hefur verið með námskeið hjá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins síðastliðin ár og einnig starfað hjá Promennt.
Myndlist, leikhús og grímugerð hafa verið ofarlega á áhugasviði hennar og m.a vann hún fyrir Leikfélagið á Sauðárkróki 1997, hannaði búninga og leikmynd fyrir barnaleikritið Trítil eftir Hilmi Jóhannesson og Huldu Jónsdóttur og leikmuni fyrir Hafið bláa eftir Kikku og Þorvald Bjarna. Hún hannaði einnig veggspjald fyrir Dalur hinna blindu, leikverk með leikhópnum Þíbilju.
Vinnustofudvölin á Akureyri er mikilvægt skref í þróunarferlinu sem er framundan
hjá Sigríði Snjólaugu en dvölin er hugsuð sem undirbúningur fyrir á myndskreytingar, bókverki og sýningu árið 2021.