Relics / Minjar
Verið hjartanlega velkomin á opnun Relics / Minjar í Deiglunni laugardaginn 28. desember kl. 14 – 17. Þar mun gestalistamaður Gilfélagsins í desember, Cecilia Seaward, sýna afrakstur dvalar sinnar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 29. desember kl. 14 – 17 og Cecilia mun halda listamannaspjall sama sunnudag kl. 15 .
Cecilia Seaward er myndlistamaður sem vinnur þvert á miðla ásamt því að vera danshöfundur, kvikmyndaframleiðandi og sjálfstæður fræðimaður sem býr í New York.
Í gestavinnustofu Gilfélagsins hefur Cecilia unnið að verkefni sínu Minjar (e. Relics) safni persónulegra mynda, endurmynduð og endurútfært í gegnum sértækar kannanir. Minjar er rannsókn á líkamlegri útfærslu minnis og hvernig það tengist myndmenningu, líkamlegum flutning sem og sjálfsmynd. Cecilia mun sýna myndbands- og flutningshluta Minja í Deiglunni dagana 28. – 29. Desember kl. 14 – 17. Hún mun einnig halda erindi um ferlið sitt þann 29. Desember kl. 15.
Cecilia hefur flutt og framleitt sviðs- og myndbandsverk í Boston, New York, Bologna og Los Angeles og sýnt danshöfunda- og kvikmyndaverk víða s.s. New York, Boston, Búdapest og Aþenu. Hún lærði ballet og nútímadans þegar hún var ung, er með BA gráðu í heimspeki frá UMass Boston auk MA í alþjóðlegri kvikmynda- og sjónvarpsfræði frá Háskólanum í Herforshire í Bretlandi. Hún kenndi hreyfingu og dans í yfir tíu ár og starfar sem talsmaður umhverfisins. Síðastliðið ár hefur hún unnið að og stofnað Tunic Productions, framleiðslufyrirtæki sem er tileinkað því að segja sögur sem annars yrðu ekki sagðar.
Please join us for the opening of Relics / Minjar on Saturday, December 28th hr. 14 – 17. Light refreshments and the artist will be present. Artist in residence, Cecilia Seaward will exhibit the products of her stay in Gil Artist Residency. The exhibition will also be open Sunday December 29th hr. 14 – 17 and Cecilia will present an artist talk on Sunday at 15:00.
Cecilia Seaward is an interdisciplinary artist, choreographer, film producer, and independent scholar based in New York. At the Gil Residency, Cecilia has been working on Relics: a collection of personal vignettes, re-embodied and reimagined through site-specific explorations. Relics is an investigation into the physical embodiment of memory and how this relates to media culture, performance, as well as identity. Cecilia will be showing video and performance segments of Relics at Deiglan from December 28th-29th. She will also be holding a talk about her process on December 29th.
Cecilia has performed in and produced stage and screen productions in Boston, New York, Bologna, and Los Angeles and has shown choreographic and film creations at venues spanning from New York City to Boston to Budapest to Athens. She trained in ballet and modern dance for most of her early life, holds a B.A. in Philosophy from UMass Boston, as well as an M.A. in Global Film and Television from the University of Hertfordshire, U.K. She taught movement and dance for over ten years and works as an advocate for the environment. This past year she founded Tunic Productions, dedicated to bringing stories to life that otherwise may not be told.